Glæsilegt Veiðihús

Gisting í glæsilegu veiðihúsi fylgir með veiðileyfunum sem ná yfir nótt. Nýja veiðihúsið er staðsett við sumarbústaðarlandið neðan við þverá á vegi 8852. Húsið er með 4 tveggja manna herbergjum sem öll eru með sér baðherbergi úti er pallur og heitur pottur. 
Í apríl eru seldir heilir dagar frá morgni til kvölds og gisting fylgir ekki með.

COVID-19

Í sumar gerum við sérstakar ráðstafanir vegna COVID-19 faraldursins og sótthreinsum veiðihúsið eftir hvert holl og er skylda að kaupa uppábúið.  Við munum sótthreinsa með sápu og eftir atvikum spritti eftirfarandi snertifleti: Fjarstýringar, hurðarhúna, skápahurðir, klósett, stóla og borð, slökkvara og innstungur, eldavél, blöndunartæki, gaskút, handföng og handrið, grill, útihúsgögn og húslykla.

Vegna þessara auknu ráðstafana munum við innheimta gjald sem nemur 7.500 fyrir hvern veiðimann sem notar veiðihúsið, sem greiðist í pening við brottför úr húsi.

Veiðimenn eru hvattir til að þvo hendur og nota spritt þess á milli á meðan á dvöl stendur. Spritt og handsápa eru á staðnum.

Close Menu