Mýrarkvísl í Reykjahverfi

Mýrarkvísl er ein af hliðarám Laxár í Aðaldal. Eins og Laxá í Aðaldal er Mýrarkvísl þekkt fyrir háa meðalþyngd laxa og undurfagurt umhverfi. Mýrarkvísl rennur út í Laxá í Aðaldal um fjórum kílómetrum frá ósi Laxár. Þrátt fyrir að vera hliðará Laxár er varla hægt að segja að árnar séu líkar. Mýrarkvísl er frekar nett veiðiá sem þarf að fara nokkuð varlega að til að ná góðum árangri. Hún er rúmlega 25 kílómetra löng og á upptök sín í Langavatni. Það er lítið um miklar fyrirstöður í ánni fyrir laxinn fyrr en við Reykjafoss þar sem er laxastigi.

VEIÐITÍMABIL

Veiðitímabil hefst 1. apríl og
líkur 20. september

Seldar eru stakar stangir í einn dag í senn frá hádegi til hádegis eða í hollum þar sem margar stangir eru seldar saman.

Í apríl eru seldir heilir dagar frá morgni til kvölds og gisting fylgir ekki með.

Veiðitími morgunvaktar er frá kl. 7 til 13 og veiðitími kvöldvaktar er frá kl. 16 til 22 til og með 10. ágúst, en eftir það frá kl. 15 til 21.

Seldar eru 4 stangir á dag.

Eingöngu er veitt á flugu í Mýrarkvísl.

Sleppa skal öllum laxi en heimilt að drepa urriða.

Svæði 1

1 stöng Veiðistaður 1. til 22.

Svæði 1. nær frá ósi Mýrarkvíslar við Laxá og að veiðistað nr. 22 (Skarði). Svæði 1. er frábært fluguveiðisvæði sem bæði heldur vænum urriða yfir allt tímabilið jafnt og að gefa töluvert af laxi sérstaklega á göngutíma frá 1. júlí til 15. ágúst.

Svæði 2

1 stöng Veiðistaðir 23. til 36.

Svæði 2. nær frá veiðistað 22 til 32 og er erfiðara yfirferðar en hin svæðin þar sem áinn rennur í gili að hluta til en efri hluti svæðisins er mjög aðgengilegur. Þrátt fyrir að 2. svæði geti verið erfitt yfirferðar eru margir góðir veiðistaðir.

Svæði 3

2 stangir Veiðistaðir 37. til 42.

Svæði 3. er frá veiðistað 32.5 og upp að veiðistað 43. Svæðið er frábært fluguveiðisvæði sem heldur miklu magni af urriða á fyrri hluta tímabils ásamt því að gefa yfirleitt góða laxveiði frá alveg frá því að lax er farinn að ganga.

Svæði 4

1 stöng Veiðistaður 43. til 54.

Svæði 4. er jafnframt efsta svæði árinnar og er sannkölluð fluguveiðiparadís sem heldur miklu magni af urriða á fyrri hluta tímabils ásamt því að gefa yfirleitt góða laxveiði frá miðjum júlí.

hAFÐU SAMBAND

BókaÐU veiðileyfi í Mýrarkvísl

Veiðileiðsögn

Þrátt fyrir að Mýrarkvísl sé ekki stór veiðiá getur hún reynst snúin fyrir þá sem eru að koma í fyrsta sinn í ánna og mælum við eindregið með því að veiðimenn sem eru að koma í fyrsta skipti ráði sér leiðsögumann þar sem það getur skipt sköpum.

Bætt aðgengi og Lagfæringar á veiðistöðum

Frá árinu 2014 höfum við lagað mikið af veiðistöðum sem höfðu fyllst af möl og grjóti og hefur það gefið góða raun. Bar það svo við að 38% veiðinnar 2019 kom úr veiðistöðum sem hafa verið lagfærðir á meðan að sömu staðir báru aðeins ábyrgð á 4% af veiðinni árið 2014. Einnig hefur stór hluti veiðislóðans verið lagfærður og göngubrú smíðuð sem auðveldar aðgengi í marga veiðistaði í gilinu.

Langavatn

Veiðileyfi í Langavatni fylgir veiðileyfunum í Mýrarkvísl og er þetta því kjörið fyrir fjölskyldur. Í Langavatni er allt agn leyfilegt. Í veiðihúsinu er veiðikort af Mýrarkvísl og Langavatni og eru veiðimenn beðnir um að kynna sér kortið áður en haldir er til veiða í vatninu. Einnig er hægt að kaupa veiðileyfi í Langavatni sér inná fluguveiði.is.

Geitafellsá

Veiðileyfi í Geitafellsá eru seld sér. Í Geitafellsá er eingöngu fluguveiði leyfilegt. Í Geitafellsá geta verið rígvænir urriðar en einnig gengur bleikjan úr Langavatni upp í Geitafellsá þegar vatnið hlýnar sem er yfirleitt snemma í júlí. Hægt er að kaupa veiðileyfi í Geitafellsá á fluguveiði.is.

Um okkur

Iceland Fishing Guide var stofnað árið 2009 í þeim tilgangi að bjóða veiðimönnum allstaðar af í heiminum að veiða á Íslandi og nýta sér reynslu leiðsögumanna sem starfa hjá fyrirtækinu.

Fyrirtækið hefur stækkað mikið frá stofnun þess og nú erum við nú orðnir stoltir söluaðilar af fleiri ám eða ársvæðum á Norðurlandi ásamt Mýrarkvísl. Önnur svæði sem við erum með á okkar snærum eru Lónsá á Langanesi, Brunná vorveiðin, Laxá í Aðaldal Presthvammur, Staðartorfa, Múlatorfa, Syðra Fjall og Árbót.

Hafir þú áhuga á að panta leiðsögumann eða veiðileyfi er hægt að hafa samband á netfangið info@icelandfishingguide.com eða í síma 449-9905.

hAFÐU SAMBAND

BókaÐU veiðileyfi í Mýrarkvísl

Close Menu