Seldar eru stakar stangir í einn dag í senn frá hádegi til hádegis eða í hollum þar sem margar stangir eru seldar saman.
Í apríl eru seldir heilir dagar frá morgni til kvölds og gisting fylgir ekki með.
Veiðitími morgunvaktar er frá kl. 7 til 13 og veiðitími kvöldvaktar er frá kl. 16 til 22 til og með 10. ágúst, en eftir það frá kl. 15 til 21.
Seldar eru 4 stangir á dag.
Eingöngu er veitt á flugu í Mýrarkvísl.
Sleppa skal öllum laxi en heimilt að drepa urriða.